Svava Bernharðsdóttir
víóluleikari

Svava Bernharðsdóttir víóluleikari stundaði nám við The Juilliard School í New York undir handleiðslu William Lincer og Karen Tuttle. Hún vann víólukeppni skólans 1986 og lauk bakkalár-, mastersgráðu og doktorsprófi (DMA, 1989). Lokaverkefni hennar í doktorsnáminu fjallaði um sögu og þróun íslensks fiðlu- og víóluleiks. Áður nam Svava hjá Nobuko Imai í Hollandi, John Kendall, Rut Ingólfsdóttur, Gígju Jóhannsdóttur og Sigurði Rúnari Jónssyni og seinna á barokk fiðlu hjá Jaap Schröder í Sviss. Svava vann um árabil í Sviss, Þýskalandi og Slóveníu en er nú fastráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands, kennir við Listaháskóla Íslands, Menntaskóla í tónlist og Tónlistarskóla Kópavogs og leikur með ýmsum kammerhópum, m.a. Camerarctica, Skálholtskvartettinum og Caput.
Geisladiskar: Svaviola (Skref), Svaviola II (ITM): íslensk verk fyrir víólu og píanó og Dúó Freyja (Polarfonia): 6 íslensk verk fyrir fiðlu og víólu.