Viðar Gunnarsson
Söngvari

Viðar Gunnarsson hefur starfað sem óperusöngvari um árabil og komið fram í óperuhúsum víða um heim ásamt því að syngja reglulega við Þjóðleikhúsið og Íslensku óperuna.
Viðar hefur á sínum ferli sungið flest öll helstu bassahlutverk óperubókmenntanna en eftir að Viðar flutti heim frá Þýskalandi árið 2011, hefur hann verið mjög virkur m.a. hefur hann tekið reglulega þátt í uppfærlsum Íslensku Óperunnar í Hörpu en nú núverið tók hann þátt í frumflutningi á óperunni Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarsson
Viðar kennir einnig við Söngskólann í Reykjavík og Söngskóla Sigurðar Demetz.