Violaine Fournier
Söngkona, leikstjóri og librettisti

Violaine Fournier er óperusöngkona, leikstjóri, librettisti og dramatúrg. Frá árinu 2005 hefur hún leikstýrt óperukompaníi fyrir unga áheyrendur sem hún stofnaði sjálf, Cie Minute Papillon. Á vegum þess hannar hún lýrískar sýningar fyrir áhorfendur á skemmtilegan, skapandi og aðgengilegan hátt og stuðlar einnig að nýsköpun á sviði tónsmíða.
Meðal sýninga sem hún hefur staðið fyrir má nefna The Cook Opera, Tout Neuf !, The Taste of Olives, Grat´ moi la Puce que ai dans l´Do, Hänsel et Gretel, Les Bavards, Peau d'Âne og Assassines. Sjálf kemur hún fram í þeim flestum sem leik- og söngkona og hefur ferðast með þær innan Frakklands og erlendis (á Ítalíu, í Kína, Danmörku, Sviss, Oman og Belgíu).
Fyrir utan starfið hjá Cie Minute Papillon, skrifar Violaine einnig óperutexta fyrir börn (Olympe the Rebel, Bhaskaracharya, Aqqaluk and the great auk, Let’s move to a new world) og hefur umsjón með ritun og sviðssetningu á ýmsum þátttökuverkefnum fyrir mismunandi samsetta áhorfendahópa í samstarfi við m.a. d'Aix en Provence-hátíðina, Parísaróperuna og Insula Orchestra. Í þessum verkefnum starfar hún oft með evrópskum tónskáldum (I. Aboulker, G. Finzi, J. Le Hérissier, M. Withers) og heldur vinnusmiðjur fyrir fjölbreytta áhorfendahópa.