Mathilde Böcher

Tónskáld

mathilde

Tónskáldið Matilde Böcher lauk námi í tónsmíðum frá Rytmisk Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn og í myndlist frá Listaháskólanum í Malmö – Lundarháskóla. Hún er hljóðlistamaður og vinnur með tónlist í samhengi við innsetningar, gjörninga, óperu, leikhús og myndband. Nokkur verka hennar hafa bæði verið tilnefnd og hlotið sérstök verðlaun fyrir nýsköpun á sviði tónleikadrama, þar á meðal LOL – Laughing Out Lonely (2023), Messiah (2019) og Overload (2025).

Matilde Böcher hefur hlotið mikla viðurkenningu fyrir starf sitt, meðal annars með veglegum starfslaunum frá Dansk Tonekunstråd (Danish Arts Foundation) auk fjölda annarra styrkja.

👉 www.matildeböcher.com