Heiða, Hilmar, hafið og Helga EA2
Heiða Árnadóttir og Hilmar Jensson flytja verkið Home Is Where Your Light Is eftir Ásbjörgu Jónsdóttur í Mengi þann 21. október kl. 20. Á viðburðinum verður einnig myndband við verkið Helga EA2 (fyrir rödd og rafrás) frumsýnt. Í verkunum mætast klassísk tónlist og raftónlist undir áhrifum frá jazztónlist þar sem spuni á ríkan þátt í þeim báðum.
Um verkin:
Texti verksins Helga EA2 flytur örlagasögu Helgu EA2, skips sem var keypt til Íslands nokkru fyrir þarsíðustu aldamót en ljóð Ragnars S. Helgasonar frá Álftafirði í N-Ísafjarðarsýslu liggur því til grundvallar. Helga, unnusta eins smiðsins lést við sjósetningu skipsins og var eftir það talin verndarengill skipsins og fylgdi því og verndaði þar til skipið sigldi áhafnarlaust út á haf og hefur síðan ekki sést. Verkið er eins konar samtal á milli Helgu og sögumanns. Allt hverfist um röddina, blæbrigði hennar og leiðir hennar til að tjá tilfinningar og segja sögu, án og með orðum.
Home Is Where Your Light Is er spunadrifið tónverk sem var samið fyrir Heiðu Árnadóttur og Hilmar Jensson sumarið 2015 af Ásbjörgu Jónsdóttur tónskáldi. Verkið var hluti af verkefninu „Akranesviti: Rými til tónsköpunar” sem fór fram í Akranesvita það sama sumar. Verkið var samið undir áhrifum af rýminu og eiginleikum þess. Í verkinu mætast vitinn, náttúran og hafið á ljóðrænan og mannlegan hátt.
Aðgangur er ókeypis.
Viðburðurinn er styrktur af Menningarsjóði FÍH og er í samstarfi við Óperudaga.