Birta Reynisdóttir

Singer

Birta Reynisdóttir

Birta Reynisdóttir stundaði nám í fiðluleik í Listaskóla Mosfellsbæjar undir handleiðslu Elísabetar Indru Ragnarsdóttir og Vigdísar másdóttur, en sneri sér síðar að söng. Aðalkennari hennar var þá Heiða Árnadóttir. Meðfram hóf hún einnig blokkflautunám hjá Þórunni Björnsdóttur. Hún útskrifaðist með framhaldspróf í söng frá Listaskóla Mosfellsbæjar vorið 2020 og hefur síðan stundað söngnám í Listaháskóla Íslands. Þar tók hún þátt í frumflutningi óperunnar Furðuveröld Lísu eftir John Speight vorið 2021.