Ingibjörg Azima Guðlaugsdóttir

Básúnuleikari

Azima, mynd

Ingibjörg Azima er básúnuleikari og tónskáld. Ingibjörg lagði stund á nám í básúnuleik og útsetningum við tónlistarháskólann í Gautaborg, 1995 - 2000. Framhaldsnám í básúnuleik við kgl.Konservatorium i Kaupmannahöfn 2000-2002. Síðar lauk hún einnig námi í kórstjórn frá Uppsalaháskóla 2007 - 08. Ingibjörg hefur starfað sem básúnuleikari og kennari, kórstjóri, lúðrasveitarstjórnandi og tónskáld í Svíþjóð árin 2000 – 2011 og á Íslandi frá árinu 2012. Haustið 2015 kom út geisladiskurinn Vorljóð á ýli en hann inniheldur 9 sönglög Ingibjargar við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur. Ingibjörg Azima hefur einnig samið tónlist að beiðni sjálfstætt starfandi tónlistarmanna og hópa, m.a Skírni ensemble og einnig tvívegis fyrir Stórsveit Reykjavíkur. Árið 2018 gaf Ingibjörg út sönglagabókina Varpaljóð á Hörpu í tilefni aldarafmælis Jakobínu Sigurðardóttur við ljóð hennar.

Sponsors and partners