Karlakór Grafarvogs
Choir

Karlakór Grafarvogs var stofnaður haustið 2011 af Írisi Erlingsdóttur söngkennara við Söngskólann í Reykjavík. Kórinn æfir reglulega í Grafarvogskirkju og heldur minnst tvenna opinbera tónleika á ári, að vori og hausti, en syngur einnig við messur og aðrar kirkjulegar athafnir í Grafarvogskirkju eftir því sem tilefni er til. Karlakór Grafarvogs er félagi í SÍK – Sambandi íslenskra karlakóra.
Hjá Karlakór Grafarvogs er sönggleðin og léttleikinn í fyrirrúmi og leggur kórinn áherslu á lagaval af léttara taginu, þótt á efniskrám kórsins megi gjarnan finna klassísk karlakórslög, bæði íslensk og erlend.
Í Karlakór Grafarvogs eru nú 30 söngmenn. Stjórnandi kórsins frá stofnun er Íris Erlingsdóttir, meðleikari er Einar Bjartur Egilsson en einnig koma aðrir hljóðfæraleikarar fram á tónleikum kórsins eftir því sem við á.