Spectrum

Sönghópur

Spectrum

Kjarvalsstaðir - 1. nóvember - Kl. 12.15

CV Spectrum er sönghópur sem í er kraftmikið söngfólk á öllum aldri, úr ólíkum geirum atvinnulífsins. Fjölbreytileiki, lífleg framkoma og flutningur metnaðarfullra útsetninga hefur einkennt hópinn, en hann hefur nú starfað í sextán ár. Stjórnandi Spectrum er Ingveldur Ýr söngkona sem er vel þekkt í íslensku tónlistarlífi. Spectrum hefur komið víða fram, heldur vor- og jólatónleika á hverju ári og syngur gjarnan á Menningarnótt, á aðventunni og við ýmis önnur tækifæri. Spectrum hefur haldið fjölmarga tónleika. Haustið 2017 tók kórinn þátt í keppninni Kórar Íslands á Stöð 2 og komst í úrslit. Þá varð hópurinn efstur í flokki blandaðra kóra í alþjóðlegu kórakeppninni Canta al Mar í Katalóníu sama ár. Í vor (2019) hélt Spectrum tónleika og tók upp tvö lög með Paul Phoenix, sem vann tvenn Grammyverðlaun sem liðsmaður sextettsins heimsþekkta The King’s Singers. Árangurinn birtist í haust á plötu Phoenix, Travels With My Microphone, sem verður aðgengileg á Spotify og iTunes.

Sponsors and partners