OPEN MIC

Mál og menning · 30/10/21 at 9:00 PM
Opinn hljóðnemi

Íslenskir óperusöngvarar koma sér vel fyrir í Máli og menningu og taka lagið í afslappaðri stemningu. Sviðið er opið, barinn opinn og Sigurður Helgi píanisti er til taks fyrir þá sem vilja prufukeyra ljóð, lög, aríur og kabaretta. Aðrir píanistar og hljóðfæraleikarar eru líka velkomnir. Eitt til tvö lög á mann ef það er örtröð. Einnig er í boði að segja krassandi sögur, fara með rímur eða krassandi klámvísur úr óperubransanum.