Kabarettkvöld í Garðskálanum

Garðskálanum í Gerðarsafni · fös 3. jún kl. 21:00
Kabarett

Á Kabarettkvöldi Óperudaga verður rými fyrir söngvara til að láta ljós sitt skína. Sviðið verður opið, píanistinn klár og þeir sem vilja troða upp og flytja kabarettlög og aðra létta tónlist eru hjartanlega velkomnir. Bara að muna að koma með nóturnar með sér!

 Garðskálinn verður opinn og þar verður hægt að panta drykki og létt snarl. Er ekki tilvalið að skella sér á Kabarettkvöld, hlýða á ljúfa tóna og dreypa á rauðvínstári um leið? 

Ókeypis er inn á alla viðburði Óperudaga nema hádegistónleikana en vegna takmarkaðs miðaframboðs er mælt með að áhugasamir tryggi sér miða með því að senda tölvupóst á operudagar@operudagar.is ásamt nafni, síma og fjölda miða sem óskað er eftir. 

Öllum er velkomið að mæta á staðinn án þess að hafa pantað miða en þá er ekki hægt að tryggja að enn séu til lausir miðar.