In the Darkness
Norræna húsið · sun 28. okt kl. 16:00
In the Darkness, Everything Went All Black fer fram í myrkri, ef til vill í annarri veröld. Einhver eða eitthvað er að fela sig í myrkrinu en þar er einnig annars konar líf. Tvær manneskjur eru í örvæntingu að reyna að komast úr kringumstæðum sem þeim var komið í og leita leiðar aftur í frelsið og ljósið. In the Dark, Everything Went All Black er óperuupplifun sem leitast við að ná sömu skynjun og þeir sem blindir eru. Hlustum við betur þegar við sjáum ekki? Hvernig upplifum við hljóð í myrkri?
Óperan er skrifuð fyrir tvo söngvara og raftónlistarmann og fer fram á ensku. In the Darkness, Everything Went All Black er samvinna milli Operation Opera og Teatr Weimar.
Hugmyndavinna:
Hedvig Jalhed, Mattias Rylander, Jörgen Dahlqvist, Kent Olofsson, and Agnes Wästfelt
Texti:
Jörgen Dahlqvist
Tónlist:
Kent Olofsson
Sviðsmynd:
Mattias Rylander
Fram koma: Hedvig Jalhed, sópran Agnes Wästfelt, sópran Kent Olofsson, raftónlistarmaður