Gleym-mér-ei
Kjarvalsstaðir · mið 24. okt kl. 12:15

Í haust verða söngnemendur Listaháskóla Íslands með sex hádegistónleika á Kjarvalsstöðum. Þá er verið að endurtaka leikinn frá því í fyrra sem tókst vel til. Á tónleikunum koma nemendur fram ásamt meðleikurum sínum og verður mismunandi þema á þeim öllum. Þann 24 október er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og því hentar vel að á tónleikum dagsins verða einungis sungin verk eftir kventónskáld. Tónleikarnir verða á Kjarvalsstöðum og hefjast kl 12:15. Þeir standa í um það bil klukkustund.
Ókeypis aðgangur
Þátttakendur
söngkona