Íris Björk Gunnarsdóttir

Söngkona

Íris Björk Gunnarsdóttir

Íris Björk Gunnarsdóttir, sópran, fæddist 14. ágúst  1992. Hún hóf söngnám 21 árs gömul við Söngskóla Sigurðar Demetz. Þar var hún undir leiðsögn Valgerðar Guðnadóttur í þrjú ár og var eitt ár nemandi Sigrúnar Hjálmtýsdóttir/Diddúar. Vorið 2017 kláraði hún framhaldspróf og nemur nú söng við Listaháskóla Íslands undir leiðsögn Þóru Einarsdóttur, Hönnu Dóru Sturludóttur, Kristins Sigmundssonar og Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur auk þess sem hún sækir enn tíma hjá Diddú.

Íris Björk hefur sungið í ýmsum kórum mest allt sitt líf, en síðast liðin þrjú ár hefur hún verið meðlimur í Kór Langholtskirkju og frá hausti 2016 einnig í Graduale Nobili.

Í byrjun árs 2018 tók hún þátt í Vox Domini, söngkeppni á vegum Félags íslenskra söngkennara. Þar hreppti hún fyrsta sæti í opnum flokki og hlaut titilinn ,,Rödd ársins 2018”.

Í nóvember mun Íris Björk halda sína fyrstu sólótónleika í Hörpu, sem voru partur af verðlaunum fyrir að sigra keppnina.