Amerísk & íslensk sönglög

Dynjandi, Listaháskóli Íslands, Skipholt 31 · lau 29. okt kl. 13:30
DSC_4638

Bandaríska sópransöngkonan Cayla Rosché og píanóleikarinn Eva Þyri Hilmarsdóttir flytja sönglög frá Íslandi og Bandaríkjunum.

Á efnisskránni verða lög eftir m.a. Þórunni Guðmundsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttir, Tryggva M. Baldvinsson og Jórunni Viðar auk ljóðaflokka eftir Amy Beach og Gwyneth Walker.

Cayla starfar sem gestakennari við tónlistardeild LHÍ með rannsóknarstyrk frá Fulbright stofnuninni (Fulbright Scholar), en hennar sérgrein eru einmitt íslensk sönglög. Á tónleikunum mun hún deila með áheyrendum hvers vegna hún hefur svona mikið dálæti á íslenkri tungu og tónlist.

Tónleikarnir fara fram í Dynjanda, nýjum sal tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, Skipholti 31.

Aðgangur ókeypis.

Tónleikarnir eru unnir í samstarfi við tónlistardeild Listaháskóla Íslands og Óperudaga, og styrktir af Fulbright og launasjóði listamanna.

Þátttakendur

píanóleikari
sópran

Styrktar- og samstarfsaðilar