Viðburður Óperudagar 2022
Glymskrattinn - fjölskyldutónleikar
                    
                        
                        
                            Listasafn Sigurjóns Ólafssonar · sun 30. okt kl. 15:00
                        
                        
                    
                    
                    
                
Hvað langar þig til að hlusta á?
Glymskrattinn eru ófyrirsjáanlegir fjölskyldutónleikar þar sem tónleikagestir fá sjálfir að hafa áhrif á tónleikaprógrammið. Á tónlistarseðli dagsins gætir ýmissa grasa frá ólíkum tímabilum tónlistarsögunnar og því geta gestir átt von á fjölbreyttu tónlistargúmelaði. Stemningin er afslöppuð og innileg og stundum fá áheyrendur meira að segja að taka örlítinn þátt í flutningnum.
Flytjendurnir koma frá Hollandi, Brasilíu og Íslandi og leikið er á selló, harmonikku, brasilískan gítar og fiðlu.
Á tónleikunum verður bæði töluð enska og íslenska og þeir taka um klukkustund í flutningi.
Sérstakar þakkir: KAFFI LÆKUR, REYKJAVÍK EXCURSIONS og SKY LAGOON
MIÐASALA - ókeypis fyrir 12 ára og yngri
Þátttakendur
Hljóðfæraleikari
                    Listrænn stjórnandi og söngkona
                    Fiðluleikari
                    sópran
                    Sellisti
                     
                  









