Er þetta allt og sumt?

Norræna húsið · fim 26. okt kl. 16:00
Is this it

Búið ykkur undir ýmislegt óvænt í nýrri eins manns sýningu eftir Patrick Egersborg - „Er þetta allt og sumt?“

Á tónleikunum tekst Patrick á við nokkrar dramatískar rullur óperutónbókmenntanna um leið og hann finnur þeim samhengi í heimsendaveruleika okkar árið 2023. Það sem hefði átt að vera venjulegir tónleikar, verða allt í einu síðustu tónleikar í heimi. Patrick leitast eftir friðþægingu og fyrirgefningu í hlutverkum Macbeths, Hollendingsins fljúgandi og Rigoletto meðan hann tekst á við heimsendann á gamansaman hátt, með óperulistina að vopni.

Áhorfendur geta átt von á því að taka þátt í flutningnum og skemmta sér við að leika hlutverk í því hvernig allt fer að lokum.

Með Patrick Egersborg spilar Heleen Vegter með á píanó.

Þátttakendur

píanisti

Styrktar- og samstarfsaðilar