Patrick Egersborg

baritón

Patrick0597

Norski baritóninn Patrick Egersborg fæddist í Þrándheimi árið 1986. Hann stundaði nám í Hans Eisler-tónlistarháskólanum í Berlín og lauk mastersgráðu í óperu frá Norsku listaakademíunni í Osló árið 2014. Hann hefur unnið með ýmsum óperukompaníum í Skandinavíu og Englandi en þar má helst nefna Oslo Opera Festival, Copenhagen Opera Festival, Opera Østfold og Grange Park Opera. Árið 2021 söng hann hlutverk Silvio og Tonio í Pagliacci í Søholm Opera og á Copenhagen Opera Festival í leikstjórn Natöschu Metherell. Hann söng sinn fyrsta Conte die Luna (Il trovatore e. Verdi) við óperuna í Kristiansund í Noregi í febrúar 2023. Auk þess er hann meðlimur í óperufélaginu Operakollektivet þar sem hann gegnir bæði hlutverki söngvara og framleiðanda. Í október mun hann syngja hlutverk Sérfræðingsins í frumflutningi á óperunni Systemet eftir Gísla J. Grétarsson og Odu Fiskum í Opera Trøndelag og í Hörpu á Óperudögum. Auk þess mun hann frumsýna eigin óperusýningu, Is This It? á Óperudögum en sú sýning verður einnig sýnd í Kaupmannahöfn í mars 2024.

Styrktar- og samstarfsaðilar