Sex einræður úr Jedermann

· fös 20. okt
unnamed-3

Bjarni Frímann og Áslákur flytja Sex einræður úr Jedermann eftir Frank Martin. Verkið, sem var frumflutt árið 1943, byggir á sex einræðum úr siðabótarleikritinu Sérhver (Jedermann) eftir vínarskáldið Hugo von Hofmannsthal (1874—1929) sem flutt er ár hvert á Salzburgarhátíðinni. Í tónverkinu fylgjumst við með sex augnablikum úr lífi Sérhvers (Jedermann) þar sem hann tekst á við óumflýjanleika dauðans og afleiðingar gjörða sinna. Frank Martin (1890—1974) hafði leitað lengi að ljóðum þegar hann heillaðist af einræðum leikritsins sem honum þótti sýna greinilega hugrænt og sálrænt ferðalag á máta sem hreyfði við manni og var ætlun Martins að tjá þetta ferðalag í tónlistinni. Verkið er meðal mest fluttu verka Martins en hljómsveitarútgáfa þess frá árinu 1949 var flutt við góðar viðtökur af Sinfóníuhljómsveit Íslands og bandaríska barítóninum William Parker árið 1984.

Þátttakendur

tónlistarmaður

Styrktar- og samstarfsaðilar