Umræðutónleikar

Harpa, Norðurljós · lau 28. okt kl. 16:00
Palette_web2

Við erum öll, er yfirskrift Óperudaga í ár. Á þessum umræðutónleikum fáum við að skyggnast inn í nokkur söng- og óperuverkefni sem eiga það öll sameiginlegt að vilja auka inngildingu og/eða þátttöku mismunandi hópa á einhvern hátt. Listafólkið mun bæði flytja okkur brot úr verkefnum sínum og ræða hvaða hugmyndir og markmið liggja að baki.

Aðalatriði tónleikanna er stytt útgáfa á kammeróperunni "As One" eftir Laura Kaminsky. Verkið var frumflutt árið 2014 í Bandaríkjunum, en er nú mest framleidda nýja óperan þar í landi. Í útgáfunni sem flutt verður nú á Óperudögum, sameinast fjórir söngvarar um að flytja hlutverk Hönnuh. Tvö söngkvár túlka „Hönnuh fyrir“ og tvö túlka „Hönnuh eftir“ trans ferli hennar, þegar hún uppgötvar sjálfa sig og kemur út úr skápnum sem trans kona.

Miðasala

Þátttakendur

Styrktar- og samstarfsaðilar