Friðarflæði á Allraheilagramessu

Laugarneskirkja · fös 1. nóv kl. 20:00
Friðarflæði

Við sameinumst í söng og friðarflæði við kertaljós í Laugarneskirkju að kvöldi Allraheilagramessu og minnumst þeirra sem farnir eru og hugsum sérstaklega sterkt til þeirra sem hafa þjáðst og látist í stríðsátökum á árinu.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn meðan húsrúm leyfir

Söngvarar frá Óperudögum og Kór Laugarneskirkju undir stjórn Elísabetar Þórðardóttur flytja friðsæla tónlist.

Viðburðamyndin er tekin af vef Kirkjublaðsins með góðfúslegu leyfi ritstjóra.

Styrktar- og samstarfsaðilar