Ljóð fyrir loftslagið - söng- og ljóðasmiðja fyrir börn

Norræna húsið · fim 24. okt kl. 14:00
Bókasafn Kópavogs · lau 2. nóv kl. 14:00
georgmyndin

Í smiðjunni fá börn tækifæri til að læra og hlusta á norræn lög við ljóð norrænna barna. Einnig fá börn tækifæri til að semja eigin ljóð um náttúruna, umhverfið, loftslagið, framtíðarsýn og drauma. Þau börn sem vilja, geta sett nýju ljóðin sín beint inn á veraldarvefinn á heimasíðuna ljodfyrirloftslagid.is þegar þau eru tilbúin.


Skráning í Norræna húsinu: hrafnhildur@nordichouse.is

Kennarar smiðjunnar eru söngkonurnar Bryndís Guðjónsdóttir og Vera Hjördís Matsdóttir.

Þátttakendur

Styrktar- og samstarfsaðilar