Vera Hjördís Matsdóttir

Sópran

Vera Hjördís Matsdóttir

Vera Hjördís Matsdóttir sópran er fædd í Reykjavík árið 1995. Hún lauk framhaldsprófi í klassískum söng frá Söngskólanum í Reykjavík undir leiðsögn Hörpu Harðardóttur. Nú leggur hún stund á nám á bakkalárstigi við Tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Kennarar hennar eru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Hanna Dóra Sturludóttir, Hlín Pétursdóttir, Kristinn Sigmundsson og Þóra Einarsdóttir. Vera hefur víða komið fram sem einsöngvari og tekið þátt í nemendaóperu uppfærslum.