móður:land

Norðurljós, Harpa · lau 2. nóv kl. 16:00
Tónlistarskóli Garðabæjar · mið 6. nóv kl. 12:00
motherland

Miðasala fyrir staka miða

Dagpassi

Heyrðu rödd hinnar íslensku móður sem bergmálar í gegnum aldirnar og dregur þig dýpra og dýpra inn í innstu fylgsni hjarta hennar þar sem hver tónn er þráður í fíngerðum vef margslunginna tilfinninga og skilin milli svefns og vöku, draums og martraðar, ástar og missis eru óljós.

Í þessari sérstæðu sýningu ögra Rannveig Káradóttir, sópran og skosk-ameríski píanóleikarinn Mairi Grewar hinu hefðbundna ljóðatónleikaformi og teygja það langt út fyrir jaðra tónlistarsalarins.

Einföld en áhrifarík sviðsetningin og lýsing sem endurspeglar hugblæ ljóðanna umbreyta sviðinu og úr verður lifandi leikverk sem blæs nýju lífi í mörg af ástkærustu einsöngslögum þjóðarinnar. Innan um vel kunn lög hreiðrar einnig um sig frumflutningur á fallegri vögguvísu eftir Helga Rafn Ingvarsson við ljóð Margrétar Jónsdóttur.

Þátttakendur

píanisti

Styrktar- og samstarfsaðilar