Rannveig Káradóttir

Sópran

Rannveig

Rannveig Káradóttir útskrifaðist með burtfararpróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 2008 undir handleiðslu Alinu Dubik. Veturinn eftir lærði hún á Ítalíu hjá Kristjáni Jóhannssyni. Árið 2012 fékk hún inngöngu í Royal College of Music í London. Henni var úthlutað styrk úr Menningarsjóði Valitors 2013. Rannveig útskrifaðist þaðan með láði með Master of Performance gráðu 2014. Rannveig er Britten Pears Young Artist og hefur á þeirra vegum tekið þátt í Le Nozze di Figaro Workshop með Ann Murrey, sungið hlutverk Poppeu í Krýningu Poppeu á The Aldeburgh Music Festival undir stjórn Richards Egarr og tekið þátt í Masterclass undir leiðsögn Natalie Dessay. Í september 2014 söng Rannveig hlutverk Violettu í La traviata á The Rye Arts Festival með Euphonia Opera Company og árið eftir fór hún með hlutverk Dönnu Önnu úr Don Giovanni. Nú í byrjun apríl söng hún aftur hlutverk Violettu fyrir Euphonia Opera Company í The Drayton Arms Theatre við frábærar undirtektir. Rannveig hefur síðastliðið ár ferðast til átta Evrópuborga með sýningunni Be with me now  í samvinnu við ENOA sem var frumsýnd á The Aix-en-Provence Festival 2015. Af hlutverkum og verkefnum sem framundan eru má nefna hlutverk Cio-Cio-San úr Madam Butterfly hjá Menter Rhosygilwen í Vestur Wales í byrjun júlí og hlutverk Tatyönu í Eugin Onegin í Whitgift Theatre í South Croydon. Í augnablikinu eru Rannveig og Birna Hallgrímsdóttir píanóleikari að vinna að gerð geisladisksins ,,Krot — Íslensk sönglög’’ með lögum innblásnum af náttúrunni. Útgáfutónleikarnir þeirra verða í Salnum í Kópavogi 4. september næstkomandi.