Fuglar og fjara

Salnum Kópavogi · fös 3. jún kl. 12:15
Rannveig og Birna


Rannveig Káradóttir, sópran, og Birna Hallgrímsdóttir,  píanóleikari, eru báðar útskrifaðar með Mastersgráðu frá Royal College of Music í London auk þess að vera frænkur í sjötta lið frá Páli Jónssyni frá Ströndum. Árið 2011 héldu þær tíu tónleika um landið með íslenskum lögum innblásnum af náttúrunni. Nú í maí létu þær fimm ára gamlan draum rætast og tóku þetta prógram upp á geisladisk. Diskurinn kallast Krot - íslensk sönglög af plötunni sem eru um fugla og fjöruna auk þriggja erlendra laga um svaninn. Fallegar fuglamyndir eftir Eddu Heiðrúnu Backmann munu prýða sviðið en hún málaði einnig forsíðumyndina fyrir Krot. Gaman er að segja frá því að á disknum er nýtt lag, Vetrarþoka, sem var sérstaklega samið fyrir stelpurnar af Árna Kristjánssyni sem leikstýrir Selshaminum og Helga Rafni Ingólfssyni, sem samdi Fótboltaóperuna góðu en þessi verk eru bæði flutt á Óperudögum í Kópavogi.

Frá 1.- 5. júní verða haldnir hádegistónleikar í Salnum eða Leikfélagi Kópavogs á hverjum degi frá klukkan 12:15 til 12:50. Þátttakendur á Óperudögum í Kópavogi koma fram og flytja tónlist úr ýmsum áttum.

Rannveig Káradóttir, sópran

Birna Hallgrímsdóttir, píanó


Þátttakendur

píanóleikari

Styrktar- og samstarfsaðilar