Viðburður Óperudagar 2025
A voice of their own

Sönghópurinn Hljómeyki heldur tónleika á Íslandi og í Skotlandi, í samstarfi við Drake Music Scotland. Stefan Sand, tónskáld og stjórnandi kórsins er hugmyndasmiður verkefnisins.
Pöntuð voru ný tónverk fyrir kór, baritóneinsöngvara og hörpu frá þremur skoskum og þremur íslenskum tónskáldum. Í skoska hópnum eru tónskáld með líkamlegar fatlanir, en í íslenska hópnum eru nemendur á meistarastigi í Listaháskóla Íslands. Aðkoma Stefans felur einnig í sér þjálfun og ráðgjöf til tónskáldanna. Á Íslandi verða verkin flutt af Söngflokknum Hljómeyki, Katie Buckley á hörpu og bandaríska barítónsöngvaranum Colin Levin.
Söngflokkurinn Hljómeyki var stofnaður árið 1974 og hefur frá upphafi verið í fremstu röð íslenskra kóra. Verkefnaskrá Hljómeykis er bæði víðfeðm og fjölbreytt, allt frá kórmúsík endurreisnarinnar til samtímatónlistar. Hljómeyki tekur iðulega þátt í tónlistarhátíðum og hefur meðal annars komið fram á Myrkum músíkdögum, Reykholtshátíð, Þjóðlagahátíð á Siglufirði og á Sumartónleikum í Skálholti en kórinn átti í samstarfi við síðastnefndu hátíðina í um það bil þrjá áratugi og frumflutti á þeim tíma tugi verka eftir mörg helstu tónskáld landsins. Kórinn hefur einnig átt farsælt samstarf við Listaháskóla Íslands undanfarin ár um flutning á verkum útskriftarnemenda. Hljómeyki hefur frumflutt og átt frumkvæði að gerð tuga íslenskra tónverka sem mörg hver hafa ratað á verkaskrá annarra kóra.
Skosk tónskáld:
Sarah Corr
Milosz Carniecki
Christopher Meek
Íslensk tónskáld:
Maria-Carmela Raso
Svanfríður Hlín Gunnarsdóttir
Valgerður Jónsdóttir