Stefan Sand Groves

tónskáld og stjórnandi

LookMusic-Stefan

Stefan Sand Groves stundaði nám við Konunglegu tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn og lauk B.A. prófi í píanóleik árið 2017 en sneri sér í kjölfarið meira að tónsmíðum og hljómsveitarstjórn. Árið 2019 kom hann til Íslands sem skiptinemi frá akademíunni en ákvað í kjölfarið að dvelja lengur hér á landi. Nýlega lauk hann Mastersprófi í hljómsveitarstjórn frá LHÍ og hefur tekið þátt í Hljómsveitarakademíu Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn aðalhljómsveitarstjórans, Evu Ollikainen. Hann er einnig aðstoðarkórstjóri Háskólakórsins.