Stefan Sand Groves

tónskáld og stjórnandi

LookMusic-Stefan

Stefan er danskur hljómsveitarstjóri, tónskáld og píanóleikari með víðtækan stjórnandaferil. Árið 2022 var hann aðstoðarkórstjóri Söngsveitarinnar Fílharmóníu undir Magnúsi Ragnarssyni. 2023 hóf hann störf sem kórstjóri kvennakórsins Vox Feminae. Auk þessa var hann aðstoðarkórstjóri Háskólakórsins frá 2020 til 2022 undir Gunnsteini Ólafssyni.

Stefan flutti til Íslands árið 2019 sem skiptinemi frá Konunglega danska tónlistarskólanum (KDT). Hann lauk BA-prófi í píanóleik frá KDT 2017 en hefur síðan einbeitt sér að hljómsveitarstjórn og tónsmíðum. Hann lauk MA-gráðu í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands 2023.

Auk þess að hafa ástríðu fyrir kórtónlist er Stefan reyndur hljómsveitarstjóri. Með stærri verkum sem hann hefur stjórnað eru Fidelio og Messa í C-dúr eftir Beethoven, og Töfraflautan eftir Mozart.

Styrktar- og samstarfsaðilar