Viðburður Óperudagar 2025

Óperustofan

Norðurljós, Harpa · fös 24. okt kl. 21:00
ÓPERU (800 x 600 px) (1920 x 1080 px) (900 x 700 px) (850 x 650 px)

Óperustofan hitar upp fyrir lokahelgi hátíðarinnar og landslið íslenskra óperusöngvara mætir liði norrænna óperusöngvara í æsispennandi óperukeppni í Norðurljósum í Hörpu, einum mikilvægasta velli klassískra tónlistarmanna á Íslandi og þó víðar væri leitað. Hinn eini sanni Kolbeinn Tumi, fréttafrömuður, ástríðuíþróttafréttamaður og sérlegur aðdáandi klassískrar tónlistar rýnir í og lýsir frammistöðu keppenda, tekur þá tali og honum til halds og trausts verður fríður flokkur reyndra óperusérfræðinga. Matthildur Anna Gísladóttir leikur með keppendum af sinni alkunnu snilld.

Áhorfendur taka virkan þátt í að ráða niðurstöðum keppninnar og eru hvattir til að hvetja keppendur áfram með nær öllum tiltækum ráðum. Að sjálfsögðu verður gestum heimilit að neyta hugvíkkandi gleðidrykkja meðan á keppni stendur.

Missið ekki af nýjustu vendingum í óperuíþróttinni og styðjið ykkar lið til sigurs á Norðurljósavelli allra landsmanna.

Íslenska óperulandsliðið:

Hanna Ágústa Olgeirsdóttir
Steinunn María Þormar
Einar Stefánsson
Ellert Blær Guðjónsson
Pétur Úlfarsson

Skandinavíska óperulandsliðið:

Astrid Banck Linderoth
Melissa Baug
Ylva Ek
Joona Juntunen
Seth Sundman

Miðasala fer fram á Tix.is en félagsmenn Klassís, fagfélags klassískra söngvara fá ókeypis aðgang.

Þátttakendur

Miðasala

Finna miða