Matthildur Anna Gísladóttir

Píanóleikari

Matthildur Anna Gísladóttir

Matthildur lauk bachelornámi í einleik frá Listaháskóla Íslands árið 2007. Næst lá leiðin til London þar sem hún lauk mastersnámi í meðleik við Royal Academy of Music. Árið 2014 útskrifaðist hún frá Alexander Gibson Opera School í Royal Conservatoire of Scotland með master í óperuþjálfun. Þar hlaut hún James H. Geddes Repetiteur verðlaunin. Þá hefur hún einnig komið að óperuuppsetningum m.a. hjá Íslensku Óperunni, Óperudögum í Kópavogi, British Youth Opera, Clonter Opera, Edinburgh Grand Opera, Lyric Opera Studio í Weimar, Scottish Opera, Royal Academy Opera og Co-Opera Co í London. Matthildur gegnir nú stöðu aðjúnkts í hljóðfæraleik við Listaháskóla Íslands auk þess sem hún er meðleikari við Menntaskólann í Tónlist.

Styrktar- og samstarfsaðilar