Hrikalegur Händel

· fim 2. jún kl. 12:15
Salurinn

Angistir hjarta míns eru svo margar 

að ég veit ekki hver þeirra er verst.


George Frideric Händel (1685-1759) samdi ógrynni af tónlist og sérlega margar óperur, óratoríur og kantötur. Persónurnar í verkunum lenda oft í alveg hrikalegum aðstæðum eins og ofangreint textabrot úr kantötunni Mi palpita il cor gefur til kynna en hún verður flutt í heild sinni á tónleikunum. Þá verður einnig boðið upp á hrikalega flottar aríur og einn (hrikalega) dramatískan dúett.


Frá 1.- 5. júní verða haldnir hádegistónleikar í Salnum frá klukkan 12:15 til 12:50. Þátttakendur á Óperudögum í Kópavogi koma fram og flytja tónlist úr ýmsum áttum.


Þátttakendur

mezzósópran
Melkorka Ólafsdóttir
flautuleikari