Anna Vala Ólafsdóttir

Alt

Anna Vala

Anna Vala Ólafsdóttir (alt) lærði fyrst söng hjá Þórunni Guðmundsdóttur í Tónlistarskólanum í Reykjavík, en meðfram söngnáminu stundaði hún einnig nám í sellóleik. Þaðan hélt hún til Berlínar þar sem hún sótti söngtíma hjá Robertu Cunningham og Neil Semer og frá Berlín lá leiðin svo til Utrecht í Hollandi. Anna Vala lauk söngnámi frá tónlistarháskólanum í Utrecht sumarið 2015 og stundar nú mastersnám við tónlistarháskólann í Tilburg. Hún hefur mestan áhuga á að sérhæfa sig í tónlist frá endurreisnar- og barokktímabilinu ásamt nútímatónlist og stefnir á að hefja nám í kammersöng við Schola Cantorum í Basel í september 2016. Anna Vala er meðlimur í kammerkvintettinum Solis sem sérhæfir sig í fjölradda endurreisnar- og barokktónlist og einnig er hún meðlimur í kammerhópnum KirstiConsort sem flytur tónlist eftir kventónskáld frá barokktímabilinu. Hún hefur sungið á tónleikum víðsvegar um Holland, bæði sem einsöngvari og með kammerhópum, en einnig hefur hún komið fram í Þýskalandi og Austurríki. Anna Vala hlaut verðlaunin Austria Barock Akademie Award 2014.

Styrktar- og samstarfsaðilar