Stofutónleikar með Önnu Völu og Guðrúnu Dalíu

Í heimahúsi · mið 1. jún kl. 20:00
Stofutónleikar

Á stofutónleikum þann 1. júní munu Anna Vala Ólafsdóttir, alt og Guðrún Dalía Salómonsdóttir, píanóleikari, flytja sönglög eftir Tchaikovsky, Brahms og Debussy. Rómantíkin verður við völd í bland við glettni og dulúð og munu ýmsar persónur koma við sögu, þar á meðal strákastelpan Mignon og forngríska fylgdardaman Bilitis.

Aðgangur er ókeypis en vegna takmarkaðs miðaframboðs er mælt með að áhugasamir tryggi sér miða með því að senda tölvupóst á operudagar@operudagar.is ásamt nafni, síma og fjölda miða sem óskað er eftir. Þeir sem panta miða fá þá sendar upplýsingar um staðsetningu stofutónleikanna um hæl.

Þátttakendur

Styrktar- og samstarfsaðilar