Guðrún Dalía Salómonsdóttir

Píanóleikari

Guðrún Dalía

Guðrún Dalía Salómonsdóttir hefur verið iðin við tónleikahald undanfarin ár, sem einleikari, í kammermúsík og ekki síst með söngvurum. Hún hóf píanónám 9 ára gömul hjá Steinunni Steindórsdóttur og fór svo í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem Guðríður St. Sigurðardóttir var kennari hennar. Þaðan hélt hún til Wan Ing Ong í Tónlistarháskólanum í Stuttgart og útskrifaðist árið 2007 með hæstu einkunn. Framhaldsnám stundaði hún í París hjá Thérèse Dussaut. 

Guðrún hefur hlotið fjölda styrkja og viðurkenninga, þ.á.m. 1. verðlaun í píanókeppni EPTA í Salnum 2006. Út hafa komið tveir söngdiskar með leik hennar, Sönglög Jórunnar Viðar með Helgu Rós Indriðadóttur og Gekk ég aleinn, lög Karls Ottós Runólfssonar með KÚBUShópnum. 2016 lék hún einleik með Ungfóníu í 21. píanókonsert Mozarts.

Guðrún Dalía starfar sem meðleikari og píanókennari við Tónlistarskóla Garðabæjar.