Óperuganga

Hefst í Garðskálanum í Gerðarsafni · fös 3. jún kl. 18:00
Hefst í Garðskálanum í Gerðarsafni · lau 4. jún kl. 15:30
Hefst í Garðskálanum í Gerðarsafni · sun 5. jún kl. 15:30
Hefst í Garðskálanum í Gerðarsafni ·
Óperuganga

Áhorfendur í Óperugöngunni verða leiddir um hjarta Kópavogs og mega búast við alls kyns uppákomum meðan á henni stendur. Ekki verður nákvæmlega gefið upp hvað þar mun eiga sér stað en gestir eru hvattir til að koma í þægilegum skóm - þótt gangan verði að vísu ekki mjög löng! Óperugangan tekur rúmlega einn og hálfan klukkutíma.

Krakkagangan er eins og Óperugangan, bara styttri og ætluð krökkum (og foreldrum), 12 ára og yngri. Hún tekur rúmlega klukkutíma. Ýmsar ævintýralegar persónur úr óperusögunni munu skjóta upp kollinum og kæta viðstadda með söng og leik.

Ókeypis er inn á alla viðburði nema hádegistónleikana en vegna takmarkaðs miðaframboðs er mælt með að áhugasamir tryggi sér miða með því að senda tölvupóst á operudagar@operudagar.is ásamt nafni, síma og fjölda miða sem óskað er eftir. 

Öllum er velkomið að mæta á staðinn án þess að hafa pantað miða en þá er ekki hægt að tryggja að enn séu til lausir miðar.