Sigríður Hjördís Indriðadóttir

Flautuleikari

Sigríður Hjördís

Sigríður Hjördís Indriðadóttir, fæddist þann 7.janúar árið 1992 á Akranesi. Áhugi Sigríðar á þverflautu hófst á unga aldri og hóf hún þverflautunám sitt árið 2002 í Tónlistarskólanum á Akranesi, fyrst hjá Helgu Kvam og síðar hjá Patrycju Szalkowicz.

Um haustið 2009 gekk Sigríður í Tónlistarskóla Reykjavíkur í frekara þverflautunám hjá Hallfríði Ólafsdóttur sem situr í fyrsta sæti flautuleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Sigríður vann einleikarakeppni Tónlistarskólans í Reykjavík árið 2013 og spilaði í kjölfarið Columbine, flautukonsert eftir Þorkel Sigurbjörnsson með strengjasveit skólans.

Haustið 2014 flutti Sigríður til Antwerpen og stundaði þar Bakkalárnám í konunglega listaháskólanum í Antwerpen undir handleiðslu Aldo Baertens þar til hún gekk í Listaháskóla Íslands haustið 2015.

Í nóvember 2015 vann Sigríður einleikarakeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskóla Íslands þar sem Sigríður spilaði hinn fallega flautukonsert Carls Nielsens sem hún flutti svo jafnframt með Sinfóníuhljómsveit Íslands í janúar 2016.

Sigríður er einn af flautuleikurunum sem spiluðu inn á nýju plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Utopia. Hún kom út 24. nóvember 2017.

Sigríður hefur sótt fjölda meistaranámskeiða og einkatíma m.a. hjá Emily Beynon, Peter Verhoyen, Robert Pot, Aldo Baerten, Samuel Coles, Bernharði

Wilkinson, Söru B., Cecilie Löken, og Stefáni Ragnari Höskuldssyni.

Sigríður útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með bakkalárgráðu haustið 2017.


Styrktar- og samstarfsaðilar