Aron Axel Cortes

Barítón

Aron Axel Cortes

Aron Axel Cortes, barítónn, hóf söngnám sitt 18 ára gamall við Söngskólann í Reykjavík þar sem hann lærði kórstjórn og lauk ABRSM burtfararprófi árið 2009. Á sama tíma lærði hann píanóleik og tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík í þrjú ár. Eftir útskrift nam hann við Mozarteum háskólann í Salzburg, Austurríki, þar sem hann kláraði BA í söng árið 2012 undir leiðsögn Martha Sharp, Masters gráðu í óperusöng árið 2014 undir leiðsögn Boris Bakow og Master í Ljóða- & óratóríusöng 2016 undir leiðsögn Therese Lindquist. Frá árinu 2017 hefur hann lært hjá Helene Karusso í Vínarborg. Hann hefur tekið þátt í masterklössum m.a. hjá Dame Kiri Te Kanawa, Kristni Sigmundssyni og Richard Stoke og Clara Taylor.

Meðal hlutverka sem Aron hefur unnið á óperusviði má nefna Escamillo úr Carmen, Antonio Serra úr Limonen aus Sizilien, Don Giovanni úr Don Giovanni, Marcello úr La Bohéme og Il Conte úr Le nozze di Figaro. Ásamt óperuuppfærslum hefur Aron einnig sungið í hinum ýmsu óratóríum, t.a.m. Messíasi e. Handel, Requiem e. Faust, Mässa e. Robert Sun dog Vision of the Apocalipse e. Rittenhouse.

Aron er í samvinnu við umboðsskrifstofur í München og Berlín.

Styrktar- og samstarfsaðilar