Pétur Oddbergur Heimisson

Bass-barítón

Pétur Oddbergur

Pétur Oddbergur Heimisson (bass-barítón) er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann hóf tónlistarnám í Söngskólanum í Reykjavík. Seinna flutti hann til Hollands og lauk Mastersgráðu við Hogeschool voor de Kunsten, Utrecht vorið 2015 þar sem hans aðalkennari var Jón Þorsteinsson. Í Hollandi hefur Pétur komið fram sem einsöngvari auk þess sem hann hefur unnið með nokkrum kórum. Sumarið 2015 tók hann þátt í óperuverkefni á vegum óperukollektífsins Peru þar sem hann söng hlutverk Luka í óperunni Björninn eftir William Walton. Pétur er meðlimur í Olga Vocal Ensemble.

Styrktar- og samstarfsaðilar