Ragnheiður Óladóttir

Sópran

Ragnheiður Lilja Óladóttir

Ragnheiður útskrifaðist með mastersgráðu í óperusöng frá Konunglega Listaháskólanum í Skotlandi árið 2014. Áður stundaði hún söngnám við Söngskólann í Reykjavík og Tónlistarskólann í Reykjavík undir handleiðslu Alinu Dubik og Láru S. Rafnsdóttur, þar sem hún sigraði einleikarakeppni skólans. Ragnheiður hefur tekið þátt í söngnámskeiðum hjá Rosalind Plowright, Janet Williams, Kristni Sigmundssyni, Dame Felicity Palmer og Malcolm Martineau meðal annarra.

Ragnheiður hefur sungið ýmis óperuhlutverk s.s. Magda (La Rondine/ Puccini), Vitellia (La clemenza di Tito/Mozart), Lady Billows (Albert Herring/Britten), Gertrud (Hänsel & Gretel/Humperdinck) auk þess að syngja stytt hlutverk s.s. Donna Anna (Don Giovanni/Mozart), Fiordiligi (Cosi fan tutte/Mozart), Alice Ford (Falstaff/Verdi) auk annarra.

Ragnheiður hefur sungið með ýmsum kórum, t.d. Schleswig-Holstein Festival Choir, Kór Íslensku Óperunnar og nú síðast með kórakademíunni í Lübeck á tónleikaferðalögum til Brasilíu, S-Kóreu, Kína og Þýskalands. 

Styrktar- og samstarfsaðilar