Hrönn Þráinsdóttir

Píanóleikari

Hrönn Þráinsdóttir

Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari stundaði nám hjá Erlu Stefánsdóttur og síðar hjá Jónasi Ingimundarsyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík.

Í Þýskalandi stundaði hún nám við tónlistarháskólann í Freiburg og lauk þaðan Diploma kennaraprófi með ljóðasöngsmeðleik sem aukafag vorið 2004. Kennarar hennar voru Prof. Dr. Tibor Szasz í píanóleik og Prof. Hans-Peter Müller við ljóðasöngdeild.

Að því loknu stundaði hún nám við tónlistarháskólann í Stuttgart undir handleiðslu Prof. Cornelis Witthoefft þar sem hún lauk sumarið 2007 mastersnámi við ljóðasöngdeild skólans.

Hrönn hefur komið fram á tónleikum víða, m.a. í Þýskalandi, Austurríki, Noregi,Ítalíu,Grænlandi og á Íslandi sem einleikari, meðleikari og við flutning kammertónlistar. auk þess að hafa hljóðritað fyrir útvarp og leikið inn á geisladiska m.a.með kammersveitinni Ísafold.

Hún hefur tekið þátt í ýmsum hátíðum eins og Ung Nordisk Musik,,Músíkdagar í Færeyjum, Við Djúpið á Ísafirði og hátíðarinnar Berjadaga á Ólafsfirði 

Hún hefur verið virk í flutningi nýrrar tónlistar m.a. á Myrkum Músíkdögum og með kammersveitinni Ísafold, en hlaut hún með kammersveitinni íslensku tónlistarverðslaunin sem flytjandi ársins fyrir árið 2007.

Hrönn er kennari við Söngskólann í Reykjavík og við Tónlistarskólann í Reykjavík.

Styrktar- og samstarfsaðilar