Ágúst Ólafsson
Baritónn

Ágúst Ólafsson lauk 8. stigi í söng hjá Eiði Á. Gunnarssyni í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og MA í söng við Síbelíusar Akademíuna. Hann hóf atvinnuferilinn sumarið 2000 og hefur síðan sungið á tónleikum víða t.a.m. í Wigmore Hall, London, og unnið með m.a. hljómsveitarstjórunum H. Linttu, P. Sakari og P. McCreesh.
Hlutverk hans hjá Íslensku Óperunni eru m.a. titilhlutverkið í Sweeney Todd (2004) Papagenó, Skugginn í Rake´s Progress og Belcore í Ástardrykknum sem færði honum Grímuverðlaun sem Söngvari ársins 2009.
Hann flutti söngljóðaflokka Schuberts ásamt Gerrit Schuil á tónleikum Listahátíðar 2010 og hlutu þeir fyrir það íslensku tónlistarverðlaunin sem flytjendur ársins. Ágúst vann einnig til íslensku tónlistarverðlaunanna sem Söngvari ársins í sígildri og samtímatónlist 2013.