Árni Harðarson

Kórstjóri

Árni Harðar

Árni Harðarson hefur verið stjórnandi Fóstbræðra frá árinu 1991. Hann hefur samhliða starfað sem kennari og síðar skólastjóri við Tónlistarskóla Kópavogs. Hann hefur og verið virkur í íslensku tónlistarlífi sem tónskáld og stjórnandi kóra og hljómsveita í ólíkum verkefnum innanlands og utan. Tónsmíðar Árna hafa einkum verið á sviði kór­- og leikhústónlistar. Þá hefur hann unnið að félagsmálum tónskálda; var m.a. formaður Tónskáldafélags Íslands 1995­-98 og fulltrúi Íslands í NOMUS, Norrænu tónlistarnefndinni, 1993-­2000.

Að loknu burtfararprófi í píanóleik frá Tónlistarskóla Kópavogs stundaði Árni framhaldsnám í píanóleik og tónsmíðum við The Royal College of Music í London á árunum 1978­-83 og lauk þaðan prófi úr einleikaradeild.

Styrktar- og samstarfsaðilar