Þórhildur Steinunn Kristinsdóttir

Sópran

Þórhildur Steinunn Kristinsdóttir

Þórhildur Steinunn Kristinsdóttir (fædd 1998) er nemandi í Söngskólanum í Reykjavík þar sem kennari hennar er Harpa Harðardóttir. Þórhildur lauk framhaldsprófi í söng síðasta vor (2018). Þórhildur er meðlimur í dömukórnum Graduale Nobili í Langholtskirkju en hún hefur sungið með kórum Langholtskirkju frá árinu 2012. Þórhildur hefur þrisvar tekið þátt í Óperuakademíu unga fólksins í Hörpu og hefur tekið þátt í uppfærslu óperudeildar Söngskólans í Reykjavík af Töfraflautunni eftir Mozart, þar sem hún söng hlutverk annars drengs, og Leðurblökunni eftir J. Strauss þar sem hún söng hlutverk Prins Orlofskys.

Styrktar- og samstarfsaðilar