Alexandra Untiedt

Sópran

Alexandra

Fransk-þýska sópransöngkonan Alexandra Untiedt hóf sinn sviðsferill í leiklist og útskýrir það nálgun hennar til óperu þar sem hún reynir að efla tenginguna á milli tónlistar og leiklistar.

Á meðan hún var í námi þreytti hún frumraun sína sem Hänsel í Hänsel und Gretel. Meðal annarra hlutverka má nefna Little Vixen í The Cunning Little Vixen eftir Janacek við Solingen leikhúsið, Mme Lidoine í uppfærslu Hollensku óperunnar af Les dialogues des Carmélites, Cajus í Ottone in Villa eftir Vivaldi við sumarhátíðina Oper Oder Spree og titilhlutverkið í Médée eftir Cherubini.

Alexandra hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðlegu söngkeppninni Grandi Voci í Salzburg og komst í úrslit í Armel Opera keppninni árið 2013, en hún var haldin í samstarfi við ARTE sjónvarpsstöðina.

Á tónleikasviðinu höfðar tónlist 19. og 20. aldar mest til Alexöndru. Þar hefur hún meðal annars flutt verk á borð við Requiem eftir Verdi, Elias eftir Mendelssohn, Petite Messe Solennnelle eftir Rossini og Nelson messuna eftir Haydn.

Að auki stórra hljómsveitarverka er nánd og fínleiki ljóðasöngs Alexöndru kær og hefur hún flutt mikið af þeim ásamt írska píanistanum Rebecca Capova.

Styrktar- og samstarfsaðilar