Antonia Hevesi

Píanisti

Antonia-lit-stor.jpg

Antonía Hevesi, píanóleikari, er fædd í Ungverjalandi og útskrifaðist úr F. Liszt-tónlistarakademíunni í Búdapest með meistaragráðu í kórstjórn og sem framhaldsskólakennari í söng og hljómfræði. Einnig stundaði hún orgelnám við Hochschule für Musik und darstellende Kunst Graz í Austurríki hjá Otto Bruckner. Hún hefur haldið fjölda tónleika sem orgelleikari og píanómeðleikari víðs vegar í Evrópu og Kanada. Hún hefur tekið þátt í meistaranámskeiðum í píanóundirleik og sungið og spilað inn á hljómplötur. Frá því í ágúst 2003 hefur Antonía verið listrænn stjórnandi og píanóleikari hádegistónleikaraðar Hafnarborgar og hefur hún enn fremur komið fram á mörgum

hádegistónleikum Íslensku óperunnar síðan 2009. Þá var hún einn af stofnendum ÓP-hópsins. Á undanförnum árum hefur hún tekið þátt í uppfærslum á hátt í fjörutíu óperum, með Norðurópi, Litla óperukompaníinu, ÓP-hópnum og Íslensku óperunni. Hún er virkur píanó- og orgelmeðleikari í íslensku tónlistarlífi og kemur reglulega fram á tónleikum með einsöngvurum, kórum og kammerhópum.

Styrktar- og samstarfsaðilar