Asbjørn Bruun

Hornleikari

Capture+_2019-01-24-20-47-52.png

Hornleikarinn Asbjørn Ibsen Bruun ólst upp í Árósum og stundaði nám við Dönsku konunglegu tónlistarakademíuna áður en hann hóf nám í Anton Bruckner Privatuniversität í Linz í Austurríki. Þaðan lauk hann námi með hæstu einkunn árið 2017. Asbjørn hefur leikið með öllum helstu sinfóníuhljómsveitum í Danmörku og spilar reglulega sem gestaleiðari í Sinfóníuhljómsveitinni í Árósum, Dönsku kammersveitinni og Fílharmóníunni í Kaupmannahöfn.

Meðan Asbjørn var enn í námi, vann hann prufuspil hjá Sinfóníuhljómsveitunum í Álaborg og Óðinsvéum áður en hann vann stöðu staðgengils leiðara í Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2018.

Hann hefur spilað víða á tónlistarhátíðum í Evrópu með hljómsveitum á borð við Gustav Mahler Jugendorchester, Alma Mahler Kammerorchester og Dönsku kammersveitina.

Asbjørn nýtir einnig tíma sinn til kennslu og hefur meðal annars haldið masterklassa í Malmö Musikhögskola og Dönsku konunglegu tónlistarakademíunni.


Styrktar- og samstarfsaðilar