Auður Bergdís Snorradóttir

Danshönnuður

Auður Bergdís Snorradóttir

Auður er með meistaragráðu í sviðslistum frá The Royal Academy of Dramatic Art, en einnig á hún að baki nám við listdansbraut Listdansskóla Íslands.

Síðasta áratug hefur hún unnið sem dans-og sviðshreyfingahöfundur fyrir áhuga-og atvinnuleikhús, menntaskóla og sjónvarp, en meðal verka sem hún hefur samið dans-og sviðshreyfingar fyrir eru Ronja Ræningjadóttir í Þjóðleikhúsinu (ásamt Birnu Björnsdóttur) og söngleikurinn Heathers í Gamla Bíó. 

Auður kennir einnig börnum og unglingum dans og leiklist í fjölda sviðslistaskóla hér á Íslandi sem og erlendis.

www.facebook.com/audursnorr
www.dramafordancers.com

Styrktar- og samstarfsaðilar