Auður Gunnarsdóttir

Söngkona

Screen Shot 2019-10-27 at 15.57.45.png

Auður Gunnarsdóttir er fædd í Reykjavík.  Hún lauk 8. stigi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 1991 og hélt að því búnu til Stuttgart í þýskalandi þaðan sem hún lauk mastersprófi í óperusöng árið 1997.Kennarar hennar í Stuttgart voru Prof. Luisa Bosabalian and Carl Davis. Á námsárunum sótti Auður námskeið hjá Renötu Scotto, Brigitte Fassbaender og Hermann Prey.  Haustið 1999 fékk Auður fastan samning við óperuna í Würzburg og song þar mörg af helstu aðalhlutverkum óperubókmenntanna fyrir sópran. Má þar nefna  Rosalindu í Leðurblökunni, Antóníu í Ævintýrum Hoffmanns, Pamínu í Töfraflautunni, Micaälu í Carmen, Donnu Elviru í Don Giovanni, Blance í Samtali karmellítanna, Annínu í Nótt í Feneyjum, Luísu í Unga lordinum o.m.fl. Auður kom reglulega fram í óperuhúsunum í Mannheim, Heidelberg, Bielefeld og Hannover  og söng á fjölda ljóðatónleika hér heima og erlendis. Hún hefur hún hlotið fjölda styrkja og viðurkenninga, meðal annars styrk þýska Wagner félagsins, Starfslaun listamanna og styrki úr Tónlistarsjóði. Auður hefur sungið inn á fjölda geisladiska.

Í Íslensku óperunni hefur Auður farið með hlutverk Mimiar í La Bohéme, Pamínu og 2.Dömu í Töfraflautunni , Greifynjunnar í Brúðkaupi Fígarós,  Santuzzu í Cavaleria Rusticana og Elle í La voix humaine. Fyrir hlutverk Elle hlaut Auður tilnefningu til Grímuverlaunanna og Íslensku tónlistarverlaunanna sem besta söngkona ársins 2017.  Auður hefur oft komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og sem einsöngvari með ýmsum kórum og sönghópum.  Má þar nefna sönghópinn The King´s singers og karlakórinn Fóstbræður.