Bryn Galdur Kristmunds

Söngkvár

bryn galdur

Bryn Galdur er söngnemandi í Söngskóla Sigurðar Demetz, þar sem hann hefur lært sem sópran í þónokkur ár en nú sem baritónn í eitt ár í kjölfar raddbreytinga. Hann hefur tekið þátt í uppsetningu óperudeild skólans á Nótt í Feneyjum og Susannah, þar sem hann fór með hlutverk Elder McLean.
Bryn Galdur hefur sett upp margar uppsetningar með Áhugaleikfélaginu Óríon, sem var virkt frá 2012 til 2019, nú síðast sem leikari í Ó Fagra Veröld sem var sýnt í Kópavogsleikhúsinu en fyrir það hefur hann spreitt sig sem sýningarstjóri, ljósamaður, leikstjóri og ýmislegt annað á bakvið leikhústjöldin.

Styrktar- og samstarfsaðilar