Guðmundur Karl Eiríksson
baritón

Guðmundur hóf söngnám í Söngskóla Reykjavíkur árið 2011 undir leiðsögn Garðars Thors Cortes en árið 2015 færði hann sig yfir til Kristjáns Jóhannssonar. Í ár lauk hann masters-diplómu á Ítalíu undir leiðsögn Renato Bruson. Guðmundur hefur komið fram á tónleikum hér á Íslandi sem og á Ítalíu og fór með hlutverk Schaunard úr La bohéme á Rimini, Ítalíu 2017. Guðmundur stendur einnig fyrir árlegum jólatónleikum á Flúðum þar sem hann fær til sín allra flottustu söngvara landsins.